Friðarsúlan í Viðey er myndefni á frímerki sem Pósturinn gefur út 9. október.

Friðarsúlan

IMAGINE PEACE TOWER stampLjós Friðarsúlunnar í Viðey verður tendrað þann 9. október að viðstaddri listakonunni Yoko Ono. Pósturinn gefur út frímerki sama dag tileinkað Friðarsúlunni og þeim friðarboðskap sem hún er tákn um.

Útilistaverkið var reist í Viðey í Kollafirði á síðasta ári til að heiðra minningu Lennons sem féll fyrir kúlu byssumanns í New York 8. desember 1980. Ljós Friðarsúlunnar lýsir fram til dánardægurs hans en hún verður síðan tendruð aftur á gamlársdag og logar þá fram á þrettándann. Hún verður einnig tendruð í eina viku í kringum jafndægur á vori og jafnframt verður mögulegt með sérstöku samkomulagi Reykjavíkurborgar og listakonunnar að kveikja á henni utan ofangreindra tímabila.

Listakonan segist vonast til þess að ljóssúlan í Viðey verði tákn, krafts, visku og ástar og að sameiningartákn allra þeirra sem vilji leggja sitt að mörkum til heimsfriðar með hljóðlátum hætti. Á blaðamannafundi í Reykjavík 2007 sagði Yoko að við lifðum á flóknum tímum og þótt mikilvægt sé að fólk setji fram friðaróskir á opinberum vettvangi sé einnig mikilvægt að það finni hljóðlátari leiðir til þess með sjálfu sér. Í því sambandi geti ljósasúlan orðið einhvers konar hljóðlátt sameiningartákn þeirra sem vilja stuðla að friði með innhverfri íhugun.

Óskatré

imaginepeace_210x280Verkið tengist einnig farandlistaverkinu Óskatréð sem Yoko Ono sýndi í fyrsta sinn árið 1981. Þetta listaverk hefur síðan verið á sýningum víða um heim og hvarvetna eru sýningargestir beðnir um að skrifa friðaróskir á þar til gerða pappírsmiða. Þessir miðar eru síðan hengdir á tréð. Þeir hefur verið komið fyrir í svonefndum tímahylkjum og það eru einmitt þessar óskir sem geymdar eru í óskabrunni Friðarsúlunnar í Viðey.

Fjölmargir aðila komu að uppsetningu verksins í Viðey, þar á meðal Menningar- og ferðamálaráð Reykjavíkur, Orkuveita Reykjavíkur, Listasafn Reykjavíkurborgar, verkfræðistofan VST, íslenskir arkitektar og japanskir hönnuðir.

Örn Smári Gíslason grafískur hönnuður, hannaði frímerkið.

Posturinn